Lustre frá Colour Mill er glimmer duft sem ætlað er til matargerðar.
Duftið er frábært til að skreyta allar veitingar, hvort sem það eru kökur, makkarónur, marzipan, súkkulaði, fígúrur eða bara hvað sem er.
Lustre duftið er tilvalið til að mála á makkarónur eða sykurmassa og ná fallegri satín áferð. Þá er bæði hægt að bleyta upp í duftinu eða nota það beint úr krukkunni.
Það er líka ótrúlega skemmtilegt að setja smá glimmer duft útí drykki og drykkurinn verður glitrandi fallegur.
Stærð: 10ml
Matvara